Rúta með fimmtán manns innanborðs valt út af brúnni á Vindheimavegi yfir Húseyjarkvísl í Skagafirði í gær. Sex manns voru fluttir á sjúkrahús en hlúð að öðrum í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð.
Verðmætum bjargað Björgunarsveitarmenn úr Varmahlíð komu ferðafólkinu í fjöldahjálparstöð og björguðu síðan farangri þeirra úr rútunni. Mynd: Landsbjörg
Sex erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri um miðjan dag í gær eftir að rúta valt ofan í Húseyjarkvísl, á brúnni yfir ána á Vindheimavegi. Í rútunni voru fimmtán manns, flestir Bandaríkjamenn. Þeir sem fluttir voru á sjúkrahús kvörtuðu yfir eymslum, tognunum og hugsanlega beinbrotum. Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu.
Skjótt viðbragðFjórtán manns frá Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð komu að aðgerðinni á miðvikudaginn, ásamt lögreglu og sjúkraliði.
Mynd: Landsbjörg
„Brúin er ekki breið en hann fer mjög hægt að henni, það var enginn gassagangur í því. Það var svolítið skrýtið að sjá þetta, einhvern veginn virðist rútan bara hafa dottið út af brúnni þegar hún kom inn á hana. Bílstjórinn virðist bara hitta illa inn á brúna og fara út af henni þess vegna,“ segir Þorsteinn Frímann Guðmundsson, varaformaður í Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð, sem kom að aðgerðum á svæðinu.
Slysstaðurinn er um átta kílómetra frá Varmahlíð en um 35 kílómetra frá Sauðárkróki þaðan sem lögregla og sjúkrabílar komu. Björgunarsveitarmenn komu hins vegar úr Varmahlíð og nágrenni og segir Þorsteinn að viðbragðið hafi verið fremur hratt. „Fólkið bar sig nú nokkuð vel, auðvitað var það skelkað, bæði við veltuna og eins að lenda ofan í ánni og fá á sig vatnið. Það voru allir komnir upp þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu en auðvitað var fólkið blautt og því kalt. Það bjargaði því hvað það var gott veður, sól og fimmtán stiga hiti.“ Spurður á hvaða ferðalagi rútan hafi verið segir Þorsteinn að hann telji líklegast að leiðinni hafi verið heitið upp að Reykjafossi sem er skammt í burtu og að Fosslaug, sem er heit náttúrulaug gegnt fossinum.
„Bílstjórinn virðist bara hitta illa inn á brúna og fara út af henni þess vegna“ Þorsteinn Frímann Guðmundsson
varaformaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð
Fólkinu fannst það í öruggum höndum
Þorsteinn Frímann Guðmundsson
Mynd: Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð
Við slysið var hópslysaáætlun í Skagafirði virkjuð. Sá hluti hópsins, níu manns, sem ekki þurfti að flytja með sjúkrabílum á sjúkrahús, var fluttur í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð þar sem komið var upp fjöldahjálparmiðstöð. „Við komum þeim í þurr föt og teppi, buðum þeim upp á kaffi og mat og Rauði krossinn veitti áfallahjálp. Í þessu tilviki fólst það nú kannski fyrst og fremst í að ræða við fólk og dreifa huganum, því það urðu ekki alvarleg slys á fólki. Engu að síður er áfall að lenda í slysi eins og þessu. Það er líka bót í máli að fólkinu leið vel og fannst það í öruggum höndum,“ segir Þorsteinn.
Virðist hafa hitt illa á brúnaAðstæður voru hinar bestu á í gær, sól og 15 stiga hiti, svo að líkindum voru það ekki þær sem ollu slysinu.
Mynd: Landsbjörg
Slysið varð um tvöleytið á í gær og að sögn Þorsteins stóð aðgerðin á vettvangi í um það bil tvo tíma, með því að koma fólkinu í skjól og bjarga verðmætum úr rútunni. Aðgerðin í heild sinni stóð hins vegar til níu að kvöldi, en þá var búið að koma öllu fólkinu í svefnstað á Akureyri og viðbragðsaðilar komnir heim.
Þorsteinn hefur starfað í björgunarsveitinni um áraraðir og var formaður hennar í yfir áratug, allt þar til síðasta vetur þegar hann færði sig í embætti varaformanns. Hann hefur því upplifað þá miklu fjölgun ferðamanna á landinu í störfum sínum. Spurður hvort að það hafi haft í för með sér aukningu á slysum af þessu tagi segir Þorsteinn að hann telji að slysum eins og því sem varð í gær hafi ekki fjölgað. „Við höfum fengið töluvert fleiri útköll þar sem ferðafólk lendir í vandræðum, vegna þess að það hefur fest bíla sína, farið út af og lent í vandræðum. Við erum hins vegar mjög meðvituð um það hversu mikil aukning er á umferð og þess vegna hafa verið gerðar hópslysaáætlanir sem hægt er að grípa til.“
Betur fór en á horfðistEkki urðu alvarleg slys á fólki en flytja þurfti sex manns á sjúkrahús.
Mynd: Landsbjörg
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir Nýtt efni
Hvarf norrænu byggðarinnar á Grænlandi: Nýjar og óvæntar vísbendingar um hækkandi sjávarstöðu
Rannsóknir benda til að þvert oní það sem ætla mætti hafi sjávarstaða við Grænland hækkað mikið eftir að norrænir menn settust þar að, og lífskjör þeirra hafa að sama skapi versnað. Og Illuga Jökulssyni kom illa á óvart hvað mun gerast þegar ísinn á Grænlandsjökli bráðnar.
Hátt í 70 prósent landsmanna segja umbóta helst þörf í heilbrigðiskerfinu
Í nýrri skoðanakönnun frá Félagsvísindastofnun voru svarendur beðnir um að raða málaflokkum í talnaröð eftir því í hvaða kerfum hins opinbera væri mest þörf á umbótum. Nærri 7 af hverjum 10 settu heilbrigðiskerfið í efsta sætið.
Bílstjóri rútu virðist ekki hafa hitt rétt á brú
Rúta með fimmtán manns innanborðs valt út af brúnni á Vindheimavegi yfir Húseyjarkvísl í Skagafirði í gær. Sex manns voru fluttir á sjúkrahús en hlúð að öðrum í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð.
Spyr hvort ekki séu til betri verkfæri en að biðja atvinnurekendur og fjármagnseigendur um „að haga sér“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og þingmaður Pírata, Halldóra Mogensen, ræddu á þinginu í vikunni efnahagsástandið á Íslandi en Halldóra spurði Katrínu meðal annars hvort stjórnvöld ættu ekki að gera meira en að „grátbiðja“ fjármagnseigendur og atvinnurekendur um að sýna ábyrgð og gæta hófs í arðgreiðslum. Katrín taldi upp þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir og sagði að ekki væri hægt að hunsa þær. „Allt það sem gert hefur verið og hefur verið boðað snýst um að skapa hér réttlátara skattkerfi.“
Hiksti í hlutdeildarlánum
Einungis eitt hlutdeildarlán hefur verið veitt það sem af er þessu ári á höfuðborgarsvæðinu. Nýting lánanna hefur verið langt undir áætlunum stjórnvalda, sem hafa þá stefnu að veita 480 fyrstu kaupendum lán af þessu tagi á hverju ári.
Umdeildar öryggismyndavélar í notkun hjá Reykjavíkurborg
Öryggismyndavélar frá umdeildum kínverskum fyrirtækjum eru í notkun hjá Reykjavíkurborg sem og við opinberar byggingar á Íslandi. Vélar frá þessum fyrirtækjum eru bannaðar víða um lönd, ýmist vegna mögulegra öryggisbresta eða þátttöku í mannréttindabrotum í Kína. Sérfræðingur í tækniöryggi segir engan hugbúnað fullkomlega öruggan.
ViðtalBókmenntahátíð 2023
Kynntist Íslandi og kynnti heiminn fyrir Agnesi
Bergur Ebbi spjallaði við ástralska skáldsagnahöfundinn Hönnuh Kent sem er gestur Bókmenntahátíðar í ár.
ViðtalBókmenntahátíð 2023
Hinn horfni hryllingur herforingjastjórnarinnar
Allt sem við misstum í eldinum er smásagnasafn eftir Mariönu Enriquez í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.
„Hryllilegt að hugsa til þess hvað fólk leyfir sér“
Innviðaráðherra segir að umfjöllun Kveiks um óboðlegar aðstæður fólks á leigumarkaði gefi innsýn í það hversu langt sé gengið í að gera eymd fólks og húsnæðisvanda að féþúfu. „Það er satt að segja hryllilegt að hugsa til þess hvað fólk leyfir sér í þeim efnum.“ Formaður Flokks fólksins spurði ráðherrann á Alþingi í dag hvort hann hefði hugsað sér að grípa inn í þetta ástand.
Stærsta fjárfesting ríkisins í Íslandsögunni – 210 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala
Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra kynntu í dag áætlun um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins til ársins 2030. Í því felst meðal annars að verja 210 milljörðum króna í uppbyggingu nýs Landspítala. Verkefnið er að fullu fjármagnað. Ljóst er að geðsviði spítalans verður fundið nýtt húsnæði.
Yfir 300 ungmenni nýtt sér Sjúkt spjall – „Þá vildi hann alltaf meira, líka ef ég var veik og vildi slaka á“
Börn og ungmenni hafa alls átt yfir 300 samtöl við ráðgjafa hjá Stígamótum eftir að nafnlausa netspjallið Sjúkt spjall var opnað fyrir rúmu ári. Talskona Stígamóta segir spjallið mikilvægt því unglingar sem verða fyrir kynferðisofbeldi veigri sér við að leita til foreldra eða starfsfólks skóla. Sjúkt spjall er nú opið þrjú kvöld í viku, í alls sex klukkutíma, og biðla Stígamót til almennings þannig að hægt sé að auka þessa þjónustu við börn og ungmenni. Stórátaks sé þörf til að fræða unglinga um samþykki og mörk, og vinna gegn áhrifum klámiðnaðarins.
Pétur seldi fyrir milljarð í Síldarvinnslunni
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, sem ásamt systkinum sínum seldi hana til Síldarvinnslunnar í fyrra, hefur minnkað hlut sinn í félaginu um næstum þriðjung. Hann fékk tæplega 1,6 prósent í Síldarvinnslunni við söluna en á nú 1,13 prósent.
Mest lesið undanfarið ár
1
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
5
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
9
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
10
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.