2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Bindur vonir við „ógleymanlegt tímabil“

Skyldulesning

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir að enginn ætti að taka því sem félagið hefur verið að gera að undanförnu sem sjálfsögðum hlut.

Liverpool ferðast til Lisbon annað kvöld þar sem liðið mætir Benfica í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar en félagið á enn möguleika á því að vinna fjórfalt í ár.

Liverpool vann deildarbikarinn í lok febrúar og er einu stigi á eftir toppliði Manchester City, en liðin eiga eftir að mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar seinna í mánuðinum. „Við viljum bara gera þetta að ógleymanlegu tímabili,“ sagði Hollendingurinn fyrir leik liðsins í meistaradeildinni.

Ef einhver hefði sagt að við yrðum enn í öllum keppnum á þessum tímapunkti með fullmannaðan hóp þá hefðum við ekki slegið hendi við því. Við eigum bara að njóta, fara til Lisbon og leggja okkur alla fram.

Ef það dugir ekki þá reynum við aftur á næsta tímabili. Það ætti enginn að taka því sem er í gangi hjá Liverpool sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Van Dijk sem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við þá rauðklæddu í fyrrasumar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir