6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Bíræfnir þjófar stálu jólunum

Skyldulesning

Bíræfnir þjófar tóku sig nýverið til og stálu um 300 jólatrjám frá fjölskyldufyrirtæki í London Bretlandi. Það var gert kvöldið áður en bræðurnir sem eiga fyrirtækið ætluðu að opna það aftur í fyrsta sinn í marga mánuði. Þeir segja um mikið áfall að ræða.

Faraldur nýju kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerðir hafi þegar komið verulega niður á rekstrinum.

Í samtali við Sky News segir Josh Lyle að þjófarnir hafi látið til skara skríða á þriðjudaginn. Rétt eftir að bræðurnir höfðu fengið leyfi til að opna fyrirtækið á nýjan leik og selja fólki jólatré.

„Þetta er ógeðfellt. Starf okkar er að breiða út jólagleði til allra og selja tré okkar um víðan völl,“ sagði Lyle. Hann biðlaði til allra sem gætu veitt upplýsingar um þjófnaðinn að stíga fram.

Sky segir að nágrannar hafi hringt á lögregluna þegar þrír þjófar létu greipar sópa á plani fyrirtækisins. Þjófarnir eru sagðir hafa farið nokkrar ferðir með jólatré á sendiferðabíl sem þeir voru á.

Fyrirtæki sem selja raunveruleg jólatré fengu nýverið undanþágu gegn sóttvarnareglum og voru tímabundið skilgreind sem nauðsynleg þjónusta.

Josh og bróðir hans Sam stofnuðu fyrirtækið árið 1995, þegar þeir voru eingöngu fimmtán og þrettán ára gamlir. Þá fengu þeir þá hugmynd um að höggva tré á jarðeign fjölskyldunnar í Skotlandi og selja í London. Þeir komust áður í fréttirnar árið 2016 þegar þeir seldu Harry Prins og Meghan Markle jólatré í upphafi sambands þeirra árið 2016.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir