7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Birkir á skotskónum í sigri Brescia

Skyldulesning

Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja mark Brescia í 3-1 sigri gegn Salernitana í ítölsku B-deildinni í dag.

Tommie van de Looi, kom Brescia yfir með marki á 3. mínútu. Nikolas Spalek, tvöfaldaði síðan forystu liðsins með marki á 21. mínútu.

Gennaro Tution minnkaði muninn fyrir Salernitana með marki úr vítaspyrnu á 43. mínútu og stóðu því leikar 2-1 fyrir Brescia í hálfleik.

Birkir Bjarnason kom inn á 72. mínútu í liði Brescia og fjórum mínútum síðar skoraði hann þriðja mark liðsins og tryggði því 3-1 sigur.

Brescia er eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 13 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir