3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Birta í Breiðablik

Skyldulesning

Fótbolti

Birta við undirskriftina í dag.
Birta við undirskriftina í dag.
Breiðablik

Birta Georgsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks. Hún kemur til Breiðabliks frá FH sem féll niður í Lengjudeildina síðasta sumar.

Hin 18 ára gamla Birta er talin mikið efni og á að baki 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þá skoraði hún alls 11 mörk í 16 leikjum er FH fór upp úr Lengjudeildinni sumarið 2019.

Birta er þó uppalin hjá Stjörnunni og Breiðablik því hennar þriðja lið á annars stuttum ferli.

„Við bjóðum Birtu hjartanlega velkomna í Breiðablik og hlökkum til að sjá hana á vellinum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Breiðabliks þar sem félagaskiptin voru tilkynnt.

Innlendar Fréttir