10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Birta síðasta myndskeiðið sem náðist af Maradona – Átti orðið erfitt með að ganga

Skyldulesning

„Mér líður illa,“ voru síðustu orð Diego Maradona þegar hann stóð upp frá matarborðinu heima hjá sér og ætlaði að leggjast í rúmið til að hvíla sig og reyna að ná bata.

Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í fyrradag. Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Maradona var jarðaður í gær tveimur dögum eftir andlát sitt en hann hafði verið heilsulaus síðustu dagana fyrir andlát sitt.

Fjölmiðlar í Argentínu hafa nú birt síðasta myndskeiðið sem til er af Maradona. Þar er hann á gangi í Buenos Aires og á erfitt með sporin, hann þarf að styðja sig við tvo menn til að komast leiðar sinnar.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir