Birti sláandi mynd af matnum sem hann keypti sér – Netverjar æfir vegna málsins – DV

0
93

Enska knattspyrnufélagið Everton fær nú á baukinn fyrir matinn á heimavelli félagsins.

Það hefur lítið gengið upp innan vallar hjá Everton á leiktíðinni. Er liðið í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni annað árið í röð.

Nú er félagið hins vegar gagnrýnt fyrir mál utan vallar.

Maður nokkur birti nefnilega mynd af hamborgara sem hann fékk á Goodison Park, heimavelli Everton.

Var maturinn vægast sagt ógirnilegur, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Borgaði hann um 850 íslenskar krónur fyrir.

Netverjar létu í sér heyra eftir myndbirtingu mannsins af borgaranum og rataði málið í enska miðla.

Enski boltinn á 433 er í boði