2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Bjargað frá drukknun en svo skotinn til bana um borð – Ástvinir ævintýramanns brjálaðir yfir ákvörðun lögreglu

Skyldulesning

Síðastliðinn þriðjudag var hinn 29 ára gamla Nathan Drew Morgan skotinn til bana á Keowee-vatni í Suður-Karólínufylki. Aðdragandinn að dauða Morgan atvikaðist var á þá leið að hann var að leika sér  á þotuskíðum sem endaði með því að hann féll í vatnið ásamt annarri konu

Eldra par í nærliggjandi bát sá að Morgan og konan voru í vandræðum og því héldu þau þegar í stað á vettvang til að aðstoða fólkið. Þegar þeim tókst loks að draga Morgan um borð í bátinn réðst hann á bjargvætti sína og lét ófriðlega.

Í frétt Daily Mail um málið kemur fram að Morgan hafi hótað parinu og það hafi endað með því að bjargvættur hans, 74 ára gamall maður, tók upp skotvopn og skaut Morgan til bana. Morgan særðist illa og honum blæddi út áður en hægt var að koma honum undir læknishendur.

Málið hefur vakið talsverða athygli vestan hafs og sérstaklega sú ákvörðun lögregluyfirvalda að sækja bátseigandann ekki til saka á þeim grundvelli að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að atburðarásin hafi verið öll hin furðulegasta. Morgan hafi eins og áður segir látið ófriðlega eftir að honum var fyrst bjargað um borð í bátinn. Það hafi endað með því að konan um borð hafi hrint honum aftur út í vatnið. Parið hafi þá séð að sér og rétt Morgan hjálparhönd öðru sinni en þegar ævintýramaðurinn var kominn um borð í bátinn hafi hann byrjað að hóta parinu. Í kjölfarið hafi bátseigandinn, 74 ára gamall maður, skotið Morgan í brjóstkassann sem leiddi til dauða hans.

Ættingjar og vinir Morgan eru afar ósáttir við niðurstöðu lögregluyfirvalda og segja að útilokað sé að ástvinur þeirra hafi hegðað sér með þessum hætti nema að hann hafi upplifað að sér væri ógnað. Morgan var faðir 10 ára drengs og virkur meðlimur í baptistakirkju á svæðinu. Krefjast ástvinir hans að lögregluyfirvöld endurskoði ákvörðun sína um að sækja ekki skotmanninn til saka.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir