7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Bjarki öflugastur af landsliðsmönnunum

Skyldulesning

Nokkrir landsliðsmenn í handbolta voru í eldlínunni í kvöld; bæði í þýska boltanum sem og þeim sænska. Bjarki Már Elísson var atkvæðamestur þeirra en hann telur uppteknum hætti með Lemgo.

Bjarki Már Elísson var einu sinni sem oftar meðal markahæstu manna hjá Lemgo er liðið vann 36-29 sigur á Nordhorn Lingen í þýska boltanum í dag.

Lemgo tók völdin frá upphafsflauti en þeir voru 18-11 yfir í hálfleik. Bjarki Már var  markahæstur með átta mörk en Lemgo er í 7. sætinu.

Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Stuttgart er liðið van góðan heimasigur á Minden, 30-25.

Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað fyrir Stuttgart sem situr í 4. sætinu.

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Melsungen töpuðu óvænt fyrir botnliðinu, HSC 2000 Coburg á heimavelli, 30-26.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen sem er í tíunda sæti deildarinnar.

Í Svíþjóð tapaði Alingsås fyrir Eskilstuna, 25-21, en Aron Dagur skoraði tvö mark fyrir Alingsås sem er í 5. sæti deildarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir