1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Bjarni á skotskónum í Noregi

Skyldulesning

Bjarni Mark Antonsson opnaði í dag markareikninginn sinn fyrir Start er liðið gerði 1-1 jafntefli við Mjøndalen í norsku B-deildinni í dag.

Gestirnir í Mjøndalen komust í forystu á 19. mínútu með marki frá Sivert Øverby en Bjarni jafnaði svo metin á 33. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Bjarni gekk til liðs við Start í janúar síðastliðnum og hefur nú lagt upp og skorað í tveimur leikjum liðsins á tímabilinu.

Start situr í öðru sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki. Mjøndalen  er sömuleiðis með fjögur stig í 7. sæti en með lakari markatölu.

Íslendingalið Sogndal gerði markalaust jafntefli við Stabæk á útivelli í sömu deild. Hörður Gunnarsson og Valdimar Ingimundarson léku allan leikinn fyrir Sogndal. Jónatan Ingi Jónsson byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á eftir rúmlega 70 mínútna leik.

Þá lék Arnar Thór Guðjónsson allan leikinn fyrir Raufoss er liðið náði í fyrsta stigið sitt á tímabilinu með 1-1 jafntefli gegn Ranheim á heimavelli.

Marcus Mehnert kom gestunum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Nicolai Fremstad tryggði heimamönnum eitt stig þegar hann jafnaði metin á 83. mínútu eftir sendingu Markus Johnsgård.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir