bjarni:-med-sma-tholinmaedi-springur-hann-ut

Bjarni: Með smá þolinmæði springur hann út

Jack Grealish hefur aðeins skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö í 30 deildarleikjum með Manchester City á tímabilinu eftir að hafa verið keyptur á 100 milljónir punda frá Aston Villa í sumar.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City, telur það gilda einu þar sem hann sé ofarlega í öðrum tölfræðiþáttum. Rætt var um Grealish í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

„Það er ákveðið sem hann hefur, hann getur haldið breidd og gerir það vel. Hann dregur menn í sig eins og hann gerði hjá Aston Villa.

Hann er ofarlega í mörgu tölfræðilega séð. Með smá þolinmæði springur hann út myndi ég halda,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson.

Umræðuna um Grealish má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Posted

in

,

by

Tags: