3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Bjarni um íþróttir og andlát árið 2020: „Sprengja árið 2020 eitt­hvað lengst út í rass­gat“

Skyldulesning

„Árið 2020 hef­ur hins veg­ar verið frek­ar glatað ár svo við segj­um það bara eins og það er. Þessi skoðun mín lit­ast svo sann­ar­lega af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og öllu því sem hon­um hef­ur fylgt. Íþrótta­lega séð hef­ur þetta líka verið svekk­elsi á svekk­elsi ofan þannig séð,“ skrifar jarni Helgason íþróttablaðamaður Morgunblaðsins í Bakverði dagsins í blaðinu.

Bjarni fer yfir árið 2020 sem hefur verið skrýtið eftir að COVID-19 veiran gerði vart við sig. Heimsbyggðin hefur mátt þola skert lífsgæði og íþróttafólk á Íslandi hefur ekki fengið að stunda vinnu sína.

Þá hafa tvær af skærustu goðsögnum íþrótta látið lífið . „Kobe Bry­ant lést í hræðilegu þyrlu­slysi í janú­ar og í gær kvaddi Diego Mara­dona þenn­an heim. Tvær goðsagn­ir sem höfðu svo stór­kost­leg áhrif á sín­ar íþrótta­grein­ar að það er erfitt að setja það í orð,“ skrifar Bjarni um andlát þessara tveggja kappa..

Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í gær. Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

„Heims­byggðin var í sár­um þegar Bry­ant lést. Ég man að ég las skila­boð til hans á sam­fé­lags­miðlum sem sitja ennþá í mér. „Ég vissi ekki að frá­fall ein­hvers, sem ég þekkti aldrei né hitti, gæti haft svona mik­il áhrif á mig,“ skrifaði þessi ágæti maður. Orð sem eiga vafa­laust við um Mara­dona hjá mörg­um líka,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið

Hann heldur svo áfram að tala um vondu hlutina frá árinu. „Hér heima mistókst svo ís­lenska karla­landsliðinu að tryggja sér sæti á þriðja stór­mót­inu í röð. Þeir fengu á sig tvö mörk á síðustu fimm mín­út­um leiks­ins. Það verður eig­in­lega ekki meira svekkj­andi en það,“ skrifar Bjarni sem ætlar að kveðja árið með stæl.

„Ég var svo gott sem edrú um síðustu ára­mót. Ég stefni á ölv­un um næstu ára­mót og hver veit nema maður eyði nokkr­um tíuþúsund­köll­um í flug­elda, svona til þess að sprengja árið 2020 eitt­hvað lengst út í rass­gat.“

Innlendar Fréttir