3 C
Grindavik
16. janúar, 2021

Bjart með köflum í dag

Skyldulesning

Minnkandi norðlæg átt verður á landinu í dag. Bjart verður …

Minnkandi norðlæg átt verður á landinu í dag. Bjart verður með köflum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Minnkandi norðlæg átt verður á landinu í dag, fremur hæg um hádegi, en 8-13 metrar á sekúndu austast.

Bjart verður með köflum en lítilsháttar él norðan- og austanlands. Gengur í vestan 5-13 m/s og él vestantil síðdegis og í kvöld, fyrst á Vestfjörðum.

Vestlæg átt, 5-10 m/s verður á morgun, en lengst af 8-13 suðaustantil. Bjartviðri, en stöku él með norður- og suðurströndinni. Frost verður á bilinu 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands. Vaxandi sunnanátt vestanlands og þykknar upp annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

Innlendar Fréttir