1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Bjartsýni í Manchester

Skyldulesning

Hjá Manchester City er fólk bjartsýnt á að landa framherjanum Erling Braut Haaland í sumar.

Klásúla er í samningi norska framherjans hjá félagi hans, Dortmund, um að hann geti farið fyrir 63 milljónir punda í sumar. Það hefur því verið ljóst í nokkurn tíma að Haaland muni fara í stærra félag.

Manchester City og Real Madrid hafa aðallega verið nefnd til sögunnar.

Útlitið undanfarna daga hefur verið þann veg að leikmaðurinn endi í bláa hluta Manchester-borgar, þar sem faðir hans, Alf-Inge, lék einnig á sínum tíma.

Eins og flestir vita þá á Man City nóg til af peningum og ekki skemmir fyrir að félagið hefur selt þá Ferran Torres, Angelino og Jack Harrison undanfarið.

Það er því mikil bjartsýni hjá félaginu að geta boðið Haaland svakalegan launapakka ef hann skrifar undir á Etihad-leikvanginum.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir