4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“

Skyldulesning

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var gestur í þættinum 433.is sem var á dagskrá Hringbrautar á þriðjudagskvöld.

Í nýjustu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni í þjóðarleikvang Íslendinga, Laugardalsvöllinn, næstu fimm árin. Guðni segir hins vegar að vinna varðandi uppbyggingu á nýjum þjóðarleikvangi sé í fullum gangi.

„Þetta bíður ákvörðunar milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar, hvernig mögulega yrði staðið að framkvæmdinni. Með hvaða hætti, hvernig stofnframlagið kæmi, hlutfallið á milli þess og hvernig KSÍ kæmi að því. Þessi vinna er í fullum gangi.

Guðni er bjartsýnn á að málin gætu skýrst á þessu ári eða í byrjun næsta árs.

„Fjármálaáætlunin er endurskoðuð cirka tvisvar sinnum á ári. Hún tekur breytingum þannig að þetta er ekkert meitlað í stein. Ég er bjartsýnn á að þessi framkvæmd komist inn í fjármálaáætlun þegar líður á árið eða í byrjun næsta árs. Það er góður gangur í þessari vinnu og fullur vilji til þess að leita lausna og finna fyrirkomulagið á þessari framkvæmd vonandi bara mjög fljótlega.“

Laugardalsvöllur stenst ekki þær nútímakröfur sem eru settar á knattspyrnuleikvanga. Það birtist meðal annars í því að íslenska karlalandsliðið þurfti að hefja undankeppni HM á þremur útileikjum í mars sökum þess að Laugardalsvöllur er ekki metinn keppnishæfur svo snemma árs.

Guðni segir völlinn í núverandi ásigkomulagi, takmarka möguleika íslensku landsliðanna á að komast á stórmót.

„Þetta takmarkar okkar möguleika á að komast á stórmót, það er bara þannig. Við skerum okkur úr í Evrópu hvað þetta varðar og þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir okkur. Við höfum auðvitað náð frábærum árangri með okkar landslið undanfarin ár og viljum sækja fram, viljum komast á fleiri stórmót. Völlurinn er orðinn barn síns tíma, 60 ára gamall að upplagi og það er bara kominn tími á endurnýjun.

Viðtalið við Guðna og þátt 433.is í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir