1 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Bjartsýnn á endurkomu stjörnuframherjans

Skyldulesning

Nunu Espírito Santo á hliðarlínunni.

Nunu Espírito Santo á hliðarlínunni.

AFP

Nuno Espírito Santo, knattspyrnustjóri Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, kveðst bjartsýnn á að mexíkóski framherjinn Raúl Jiménez, helsti markaskorari liðsins, muni snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Raúl höfuðkúpubrotnaði í sigurleik gegn Arsenal síðastliðinn sunnudag eftir að David Luiz varnarmaður Arsenal skallaði hann harkalega. Hann gekkst undir aðgerð á mánudagsmorgninum og sagði Nuno að framfarir hans síðustu daga gæfu tilefni til bjartsýni.

„Ef þú spyrð mig persónulega þá vil ég fá hann aftur og er viss um að hann snúi aftur. Nú er það eina sem við hugsum um að hann jafni sig að fullu,“ sagði Nuno á blaðamannafundi í gær.

Hann sagði fyrstu dagana vera gífurlega mikilvæga. „Það er það sem læknirinn segir við mig, að fyrstu dagarnir séu mikilvægastir. Það var afskaplega vel hugsað um hann á vellinum og í sjúkrabílnum á leiðinni á spítalann.“

„Nú er hann að jafna sig og eftir það sjáum við hvað setur,“ bætti Nuno við.

Hann sagðist styðja þá hugmynd að leyfa sérstakar heilahristings skiptingar. „Það er rökrétt. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að allir sem tengjast knattspyrnu, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, dómarar eða stuðningsmenn, styðji skiptingar vegna heilahristings.“

Innlendar Fréttir