6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Bjartsýnn á svigrúm til afléttingar

Skyldulesning

Rögnvaldur Ólafsson.

Rögnvaldur Ólafsson.

Ljósmynd/Lögreglan

„Það er erfitt að taka mark á helgartölum þar sem færri mæta um helgar. Þetta fer eftir því hvernig þetta lítur út næstu daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn um fjölda smita í dag. 

Alls greind­ust fjög­ur ný smit kór­ónu­veirunn­ar inn­an­lands í gær. All­ir fjór­ir voru í sótt­kví við grein­ingu. Aðspurður segist Rögnvaldur vera hóflega bjartsýnn. „Við þurfum að sjá hvort það er einhver fylgni í þessum tölum. Maður er hóflega bjartsýnn,“ segir Rögnvaldur sem vonast til að þróunin verði með svipuðum hætti áfram. 

Smeykur við helgarnar

Að hans sögn er hugsanlegt að létt verði á aðgerðum ef fram heldur sem horfir. „Þá er ég mjög bjartsýnn og þá verður til svigrúm til að létta á. Við þurfum þó að sjá framhald á þessu.“

Segir Rögnvaldur að vonir séu bundnar við að fólk hafi farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda um helgina. „Maður er smeykur þar sem fólk er mikið að hittast á aðventunni. Maður er hræddur um hvernig helgarnar koma út.“

Innlendar Fréttir