4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Björgunarstarf í grenjandi rigningu á Seyðisfirði

Skyldulesning

Vinnuvélar á vegum Fjarðabyggðar voru nú síðdegi að ryðja frá leðju og vatnselg vegna aurskriða sem fallið hafa í byggð á Seyðisfirði. Lögregla segir að staðan verði tekin á morgun um það hvort íbúum í fimm götum verði leyft að koma að heimilum sínum að nýju. 

Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn segir að rýming á svæðinu standi til morguns að minnsta kosti. Spáð er mikilli rigningu allt fram á föstudag samkvæmt vef Veðurstofunnar. 

Spurður hvort þeir sem séu að ryðja séu ekki í hættu segir Kristján að ljósi lítillar úrkomu fram eftir degi hafi veri litið svo á að hægt væri að sinna starfinu. „Það var litið svo á að fólki væri óhætt að vera á svæðinu með öllum þeim viðbúnaði og eftirliti sem fylgir,“ segir Kristján. 

Að sögn hans verður svæðinu alfarið lokað að nýju undir kvöld. Hús í fimm götum hafa verið rýmd og segir Kristján að svo virðist vera sem allir hafi fengið samastað. 

„Haldi þessi úrkoma áfram má gera ráð fyrir því að rýming verði eitthvað áfram. En það verður ekki endurmetið fyrr en á morgun.“ segir Kristján.  

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir