2 C
Grindavik
14. maí, 2021

Björgvin Halldórsson ræðir um ferilinn – „Það eru nú margar plastpíkurnar“

Skyldulesning

Útvarpsþættirnir Þó líði ár og öld í umsjón Páls Kristins Pálssonar á Rás 1 fjalla um Björgvin Halldórsson og hans feril. Hann ræðir heilmikið í þeim meðal annars hvernig blöðin reyndu að rífa hann niður eftir að hann hafði skotist upp á stjörnuhimininn.

Árið 1969 hófst ferill hans með hljómsveitinni Ævintýri á tónlistarhátíðinni Pop-festival. Þar var Ævintýri kosin vinsælasta hljómsveitin og Björgvin vinsælasti söngvarinn.

Þar sem Björgvin var aðalsöngvarinn í hljómsveitinni varð hann ofsalega frægur og þekktur. Hann fékk mörg símtöl og bréfaskriftir en það er ansi þekkt í tónlistarbransanum að menn sé hafnir til skýjanna.

„Svo þegar það er komið á hæðsta plan, þá er byrjað að rífa þig niður. Það er bara staðreynd. Og ég fékk svona á mig, ég var að fara í viðtöl og svona og ég var bara með tóman kjaft. Ég fór að tala um stúlkurnar og þá sagði ég „Það eru nú margar plastpíkurnar“ og þetta fór misjafnlega ofan í menningarvitana,“ segir Björgvin og hlær.

Björgvin segir að mikið einelti hafi farið fram í blöðunum en nú fari það fram á Instagram og á Snapchat.

Hér fyrir neðan má hlusta á þættina fjóra í heild sinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir