5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Bjössi í World Class sendir Svandísi lögfræðiálit

Skyldulesning

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.

mbl.is/​Hari

Lögfræðingar Bjarnar Leifssonar, eiganda líkamsræktarstöðva World Class, telja að ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðvum lokuðum þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi sé ekki lögmæt.

Björn, sem gjarnan er þekktur sem Bjössi í World Class, fékk tvo lögfræðinga til að gera álit um lagalegan grundvöll þess að heilsuræktarstöðvum á Íslandi sé haldið lokuðum. Álitið, ásamt bréfi, sendi hann á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þann þriðja desember. Bréfið og lögfræðiálitið var birt á samfélagsmiðlum World Class í dag. 

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra fengu einnig sent afrit af bréfinu. 

Í gær tilkynnti Svandís áframhaldandi aðgerðir á landsvísu vegna Covid-19. Þær gilda fram yfir áramót en reglurnar banna líkamsræktarstöðvum að halda dyrum sínum opnum. 

Lokaðar í fjóra mánuði

Björn, eins og fleiri eigendur líkamsræktarstöðva, hefur rætt um óánægju sína vegna þessa en eins og gefur að skilja verða stöðvarnar fyrir verulegu tekjutapi vegna lokana. 

„Heilsuræktarstöðvarnar hafa að mestu verið lokaðar vegna sóttvarnaaðgerða í nærfellt 4 mánuði á þessu ári. Tap World Class vegna tekjufalls er gríðarlegt auk þess sem starfsmenn, verktakar og aðrir hagaðilar sem tengjast rekstrinum hafa orðið fyrir tjóni. Nýleg lög um tekjufalls- og lokunarstyrki bæa fjártjónið einungis að takmörkuðu leyti,“ skrifar Björn. 

Með bréfinu fylgir álitsgerð lögfræðinganna tveggja, Gests Jónssonar og Hilmars Gunnarssonar. Álitsgerðin er merkt Mörkinni lögmannsstofu. 

„Þar kemur fram að þeir telja að ráðherra sé skylt að láta sömu sjónarmið ráða í ákvörðun um að opna fyrir rekstur heilsuræktarstöðva eins og gert er þegar metið er hvort opnaðir skuli sundstaðir eða aðstaða fyrir aðrar íþróttir. Ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðvum lokuðum þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi sé ekki lögmæt. Frá því megi ekki víkja nema með rökstuðningi sem byggist á málefnalegum grundvelli.“

Þá fer Björn þess á leit við ráðherra að ákvörðun um líkamsræktarstöðvar verði „tekin með þeim takmörkunum einum sem styðjast við málefnaleg rök.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir