Vísindamönnum hefur tekist að búa til mús sem á tvo líffræðilega feður. Þetta gerðu þeir með því að búa til egg úr frumum karldýrs. Þessi aðferð opnar á algjörlega nýja möguleika hvað varðar fjölgun spendýra. The Guardian segir að með þessair aðferð verði hugsanlega hægt að ryðja brautina fyrir meðferð við alvarlegri ófrjósemi og um leið opnað á möguleika samkynhneigðra para til að eignast barn, sem er líffræðilegur afkomandi þeirra , í framtíðinni.
Katsuhiko Hayashi, hjá Kyushu háskólanum í Japan, stýrði verkefninu. Hann segir að þetta sé í fyrsta sinn sem tekist hefur að búa til öflugan eggjavísi úr frumum karldýra.
Hann spáir því að innan áratugar verði hægt að búa til mannaegg úr frumum karla. Aðrir telja þetta full mikla bjartsýni því enn eigi eftir að búa til mannaegg úr frumum kvenna.