9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Blaðamenn máta sig í fórnarlambshlutverkið

Skyldulesning

Ég, líklega eins og svo margir aðrir, get ekki sagt að ég þekki til þessa máls, þó að ég hafi heyrt mikið af alls kyns sögum tengdu því.

Miðað við það sem ég hef heyrt (óstaðfest) virðist flest benda til þess að afbrot hafi verið framið til þess að ná i gögnin sem fjölmiðlar hafa  birt.

Það er í alla staði eðlilegt að viðkomandi blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu og hafi réttarstöðu sakbornings.

Lögreglan þarf einfaldlega að reyna að varpa ljósi á „aðfangakeðjuna“ sem varð til þess að gögnin komust í hendur blaðamanna.

Ég er engin sérfræðingur í lögum, en í mínum huga er eitt að birta gögn sem blaðamanni berast í hendur, annað að stela síma og/eða brjótast inn í hann.

Það skiptir máli hvort að tilviljun réði því að símanum var stolið eða hvort um skipulagðan verknað var að ræða og þá hverjir komu að skipulagningunni.

Það er eðlilegt að lögregla rannsaki málið og yfirheyri þá sem hafa komið nálægt gögnunum, ef rökstuddur grunur er að þeirra hafi verið aflað með ólöglegum hætti.

Það verður engin sjálfkrafa saklaus við það eitt að skrifa fréttir.

Persónlega finnst mér viðhorf Arnars Þórs Ingólfssonar gagnvart kvaðningu lögreglu vera það rétta.

Hann segist engar áhyggjur hafa af komani yfirheyrslu, hann sé ekki of góður til að tala við lögregluna og hann hafi ekki framið neitt afbrot.

En alltof margir vilja teikna upp sviðmynd þar sem blaðamennirnir séu fórnarlömb ofsókna lögreglu.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir