4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Bland af viðbúnaði og heppni

Skyldulesning

Það var bland af viðbúnaði og heppni sem kom í veg fyrir stórslys á Seyðisfirði á föstudag að mati sérfræðings í ofanflóðavörnum hjá Veðurstofunni. Þær ráðstafanir sem búið var að grípa til björguðu mannslífum en það stóð óþægilega tæpt þar sem flóðið kom úr óvæntri átt.

Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðavörnum, líkir reynslunni við það þegar bílbelti bjarga mannslífum. „Ef öryggisbelti í bíl bjarga manni, sem er ákveðinn viðbúnaður sem vonandi heppnast oft og dregur mikið úr slysum, það þýðir þá ekki að mönnum hafi ekki brugðið í brún þegar bíllinn fór út af og valt.“ Eðlilegt sé að spyrja hvort nægilega mikið hafi verið gert til að tryggja öryggi fólks á Seyðisfirði en sem betur fer hafi varnir dugað.

Í myndskeiðinu er rætt við Tómas um skriðuföllin á Seyðisfirði og framhaldið í bænum en hann tók til máls á íbúafundi Múlaþings fyrr í dag.

Innlendar Fréttir