8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Blikar kveðja Báru eftir stutt starf – Á leið til Svíþjóðar

Skyldulesning

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sem nýlega gerði tveggja ára samning um þjálfun Augnabliks hefur óskað eftir því að hætta þjálfun Augnabliks í lok árs 2020 til að taka við þjálfun hjá sænsku liði á nýju ári.

„Breiðablik varð við ósk hennar enda frábært að efnilegir íslenskir kvennaþjálfarar fái tækifæri til að starfa á erlendri grundu. Breiðablik þakkar henni fyrir góð störf þann stutta tíma sem hún starfaði og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.


Nýr þjálfari Augnabliks verður kynntur síðar,“ segir á vef Blika.

Bára hefur verið áberandi í umræðunni um íslenskan fótbolta síðustu misseri og vakið athygli sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá Stöð2 Sport.

Innlendar Fréttir