4 C
Grindavik
3. mars, 2021

Böðvar spilaði í sigri – Sjö mörk skoruð

Skyldulesning

Böðvar Böðvarsson, leikmaður Jagiellonia Bialystok, kom inn á sem varamaður á 63. mínútu í 4-3 sigri liðsins á Warta Poznan í pólsku úrvalsdeildinni í dag.

Jagiellonia lenti undir í leiknum en staðan í hálfleik var 2-3 fyrir Warta Poznan.

Jakov Puljic jafnaði leikinn fyrir Jagiellonia með marki á 59. mínútu og þannig stóðu leikar allt þar til á 90. mínútu þegar Jakov Puljic skoraði sitt þriðja mark í leiknum og innsiglaði 4-3 sigur Jagiellonia.

Jagiellonia er eftir leikinn í 6. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir 12. umferðir.

Innlendar Fréttir