-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Bóluefni Moderna með 95% virkni

Skyldulesning

Bandaríska fyrirtækið Moderna hefur tilkynnt um góðan árangur í bóluefnaprófunum.

Bandaríska fyrirtækið Moderna hefur tilkynnt um góðan árangur í bóluefnaprófunum.

AFP

Bóluefni frá bandaríska framleiðandanum Moderna gegn Covid-19 hefur nærri 95% virkni samkvæmt grunnprófunum, að því er framleiðandinn hefur greint frá. Hyggst framleiðandinn sækja um tilskilin leyfi til fjöldaframleiðslu á næstu vikum. 

Mörgum spurningum er enn ósvarað þótt útlitið sé gott enn sem komið er. Um 30 þúsund manns tóku þátt í prófunum á bóluefninu; helmingur þeirra fékk tvo skammta af bóluefninu með fjögurra vikna millibili en hinn helmingurinn fékk lyfleysur.

Niðurstöður um virknina eru byggðar á fyrstu 95 sem sýndu einkenni Covid-19 en einungis fimm þeirra sem fengu bóluefnið greindust með Covid-19 en 90 þeirra sem fengu lyfleysur greindust með sjúkdóminn. Fékkst út frá því að virknin hafi verið 94,5%. BBC greinir frá. 

Innlendar Fréttir