4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Bóluefnið frá Noregi komið til landsins

Skyldulesning

Síðdegis í dag bárust til landsins 16.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca sem Norðmenn hafa veitt Íslendingum að láni. Byrjað verður að bólusetja með efninu strax í næstu viku í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis um notkun þess.

Greint var frá því í fyrradag að ruglingur hafi skapast í Noregi þegar Íslendingar tilkynntu þessi áform Norðmanna um lán, enda höfðu þarlend stjórnvöld þá ekki sent út tilkynningu þess efnis. Það gerðu þau stundu síðar og nú er efnið komið í réttar hendur.

 Norðmenn hafa gert hlé á bólusetningu með AstraZeneca bóluefninu og er beðið ákvörðunar um framhaldið meðan nefnd sérfræðinga sem norsk heilbrigðisyfirvöld skipuðu til að leggja mat á notkun bóluefnisins kemst að niðurstöðu.

 Norska lýðheilsustofnunin átti því á lager 216.000 skammta af AstraZeneca bóluefninu með fyrningu í júní og júlí. Norsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að lána Svíum 200.000 skammta og Íslendingum 16.000 skammta sem þjóðirnar munu greiða til baka með AstraZeneca í sama magni þegar Norðmenn kalla eftir því.

Fram undan eru langumfangsmestu bólusetningarvikur hér á landi og í næstu viku verða 25.000 bólusett, meðal annars með norska AstraZeneca-efninu.

„Samstarf Norðurlandanna við öflun bóluefna og við framkvæmd bólusetninga hefur verið náið og er Norðmönnum við þetta tækifæri sérstaklega þakkað fyrir lánið á bóluefninu, en það mun styrkja bólusetningaráætlun Íslands,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.


Tengdar fréttir


Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta.


Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir