7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Bólusetning verði ekki skylda í Bandaríkjunum

Skyldulesning

Joe Biden, kjörinn forseti Bandaríkjanna, í Delaware í gær.

Joe Biden, kjörinn forseti Bandaríkjanna, í Delaware í gær.

AFP

Ekki verður skyldugt að láta bólusetja sig við kórónuveirunni í Bandaríkjunum að sögn Joes Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann segir að hann muni sem forseti styðja ákvörðun allra Bandaríkjamanna hvað þetta varðar.

Þessi orð kjörins forseta birtast í skugga stjórnlausrar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Í gær greindust 225 þúsund ný tilfelli og 2.500 manns létust, viðlíka tölur hafa nú birst undanfarna daga en þar áður höfðu þær ekki sést síðan í upphafi faraldursins. Þá þurftu borgaryfirvöld í New York til að mynda, að taka fjöldagrafir vegna þess að líkhús fylltust. Alls hafa nú um 14,3 milljón tilfelli greinst í Bandaríkjunum og 278 þúsund hafa látist. 

„Ég mun gera allt í mínu valdi sem forseti til þess að hvetja fólk til að taka réttar ákvarðanir, og þegar að því kemur þá mun ég sýna fram á að ákvarðanir fólksins skipta máli,“ er haft eftir Biden í frétt BBC.

Á sama tíma og þetta er haft eftir verðandi forseta hvöttu sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum alla Bandaríkjamenn til þess að nota andlitsgrímur innandyra, nema fólk sé heima hjá sér.

Rúmur helmingur vill bólusetningu

Samkvæmt Pew rannsóknarsetrinu eru 60% Bandaríkjamanna jákvæðir gagnvart því að láta bólusetja sig, en aðeins 50% voru sömu skoðunar í septembermánuði. 

Til þess að telja landanum trú um að óhætt sé að láta bólusetja sig hefur Biden sagst vilja gera það í almenningi fyrir allra augum. Það hafa einnig fyrrum forsetar sagt; Barack Obama, George Bush yngri, Bill Clinton.

Sérfræðingur BBC er ekki í nokkrum vafa að orð Bidens um að ekki neinn þurfi að bólusetja sig eigi að höfða til þeirra sem andsnúnir eru bólusetningum almennt í Bandaríkjunum. Líklega vilji Biden ekki gera bólusetningar að pólitísku bitbeini á sinni forsetatíð eins og grímunotkun varð í tíð Donalds Trump, sem er þó mun minna læknisfræðilegt og samfélagslegt inngrip en bólusetning nokkurn tímann.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir