6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Borgarlínan brunar

Skyldulesning

16.1.2021 | 13:31

Borgarlínan brunar

beint af augum.

Frétt í Mogga :

Farþegum með Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu fækkaði á síðasta ári um 3,3 millj­ón­ir, fóru úr 12,2 millj­ón­um árið 2019 í tæp­lega 8,9 millj­ón­ir í fyrra.

Farþega­tekj­ur Strætó minnkuðu um 800 millj­ón­ir króna og út­lit er fyr­ir að árið verði gert upp með 500 millj­óna króna halla, að sögn Jó­hann­es­ar S. Rún­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Strætó.

Árið byrjaði vel, farþega­fjöldi jókst fyrstu tvo mánuði síðasta árs og var aðeins um­fram áætlan­ir. Með kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og sótt­varnaaðgerðum kom bak­slagið og staðan gjör­breytt­ist.

„Árið var erfitt hjá okk­ur eins og hjá öðrum og fjöldi farþega dróst veru­lega sam­an í mars um leið og fjölda­tak­mark­an­ir voru sett­ar á,“ seg­ir Jó­hann­es. Þessi þróun hélt áfram út árið og alla mánuði árs­ins, að janú­ar og fe­brú­ar und­an­skild­um, fækkaði farþegum hjá Strætó miðað við 2019.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Jó­hann­es að Strætó hafi brugðist við vand­an­um á ýms­an hátt. Þannig hafi næturakstri verið hætt í fram­haldi af banni á marg­vís­lega starf­semi síðla kvölds og á nótt­unni. Einnig hafi Strætó hætt að nota auka­vagna, sem áður voru kallaðir inn til að mæta álag­stopp­um í venju­legu ári. Ekki var þörf á slíku í fyrra á ári fjar­náms og heima­vinnu.“

Nú eru skýringarnar fjöldatakmarkanir vegna COVID19.

En hvert fóru farþegarnir? Hættu þeir bara að ferðast eða fóru þeir í göngu,hjól eða bíla?

Bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar ótrauður að byggja 550 íbúðir á endastöð tveggja brauta í Hamraborg.Þá eru viðskiptin tryggð í þann enda.

Hvernig verða vagnar Borgarlínunnar?

Lestarvagnar á teinum?

Langir strætóar á miðjuakreinum?

Hvenær verður byrjað að byggja þetta?

Eða er þróunin bara sú að fólk vill ekki ferðast með almenningssamgöngum og fer annað?

Borgarlínan brunar samt áfram í heilabúum hugsjónamanna í Borgarstjórn Reykjavíkur og nágrennis austan Seltjarnarness.


Flokkur: Stjórnmál og samfélag |


«
Síðasta færsla

Fyrri frétt„Fréttir“ á íslandi
Næsta fréttSálmarnir

Innlendar Fréttir