6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Borgin fjölgar leikskólaplássum

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Stefnt er að því að fjölga leikskólaplássum í borginni.

Stefnt er að því að fjölga leikskólaplássum í borginni.

mbl.is/​Hari

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma í dag að setja á fót þróunarverkefni um inntöku ungbarna í tiltekna leikskóla borgarinnar, þar sem þeir leikskólar sem hafa laus leikskólarými fá heimild til að innrita yngri börn, allt niður í 12 mánaða aldur.

Samþykktirnar eru liður í aðgerðaáætluninni Brúum bilið, sem miðar að því að brúa bil sem verið hefur á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að fjölga nýjum leikskólaplássum um 700 til 750 fram til 2023. Verður það gert með opnun nýrra leikskóla, viðbyggingum við eldri leikskóla, fjölgun leikskóladeilda í færanlegu húsnæði, stofnun sérútbúinna ungbarnadeilda og fjölgun leikskólarýma hjá sjálfstætt starfandi leikskólum.

Miðað er við að þeir leikskólar sem taka þátt í verkefninu starfræki að lágmarki eina ungbarnadeild. Segir í tilkynningu að skólarnir skulu leggja sig fram um að þróa starf sitt með svo ungum börnum með hliðsjón af nýjustu rannsóknum um velferð, nám og getu barna frá 12 mánaða aldri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir