7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Boris stokkaði upp í ríkisstjórninni

Skyldulesning

Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Breta, fyrir utan Downing-stræti 10 í …

Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Breta, fyrir utan Downing-stræti 10 í Lundúnum eftir fund með Boris Johnson forsætisráðherra í gær.

AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað í gær að stokka upp í ríkisstjórn sinni. Var aðgerðin sögð viðbragð við dvínandi vinsældum ríkisstjórnarinnar, en henni hefur nýlega orðið fótaskortur í baráttunni gegn kórónuveirunni, í skattamálum, sem og í brottflutningnum frá Afganistan.

Dominic Raab, þáverandi utanríkisráðherra, fékk þar stærstan hluta gagnrýninnar, en hann ákvað að snúa ekki til baka úr leyfi sínu um miðjan ágúst, þrátt fyrir að talíbanar væru þá í óðaönn að hertaka Kabúl. Ákvað Johnson að lækka hann í tign og gera að dómsmálaráðherra.

Raab mun hins vegar áfram gegna starfi varaforsætisráðherra. Í hans stað kemur Liz Truss, sem áður var ráðherra alþjóðaviðskipta, en hún hefur þótt standa sig vel við gerð fríverslunarsamninga síðan Bretar gengu úr Evrópusambandinu á síðasta ári.

Truss verður einungis önnur konan til að gegna starfi utanríkisráðherra Bretlands á eftir Margaret Beckett, sem gegndi því á árunum 2006-2007 í ríkisstjórn Tonys Blair.

Rishi Sunak fjármálaráðherra og Priti Patel innanríkisráðherra héldu störfum sínum, en Gavin Williamsson menntamálaráðherra var rekinn alfarið, en hann hefur gert röð mistaka í embætti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir