0 C
Grindavik
19. janúar, 2021

Börn æfa yfir hátíðarnar

Skyldulesning

Börn æfa nú á milli jóla og nýárs sem ekki …

Börn æfa nú á milli jóla og nýárs sem ekki hefur verið í boði áður.

Haraldur Jónasson/Hari

„Við erum að bæta upp tapaðan tíma að einhverju leyti, við vorum með einhverjar æfingar í fríinu og svo erum við að æfa öll jólin. Í dag og á morgun og á milli hátíða, þetta hefur aldrei verið áður þannig að foreldrar eru mjög ánægðir með það,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks.

Hann bætir því við að krakkarnir hafi gott af því að ná smá hreyfingu á milli fjölskylduhittinga. 

Engin afstaða til endurgreiðslna

Eysteinn segir ekki neina afstöðu hafa verið tekna til endurgreiðslna vegna æfinga sem aldrei urðu, enda sé að einhverju leiti verið að vinna þær upp. Á upplýsingafundi í vor sagði hann að útfærsla á styrki ríkisins þyrfti að liggja fyrir svo að hægt væri að skoða endurgreiðslur.

Í gær kynntu mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra aðgerðir stjórnvalda til stuðnings íþrótta- og æskulýðsstarfi í landinu á blaðamannafundi.

„Það hefur ekki verið tekin nein afstaða til þess enda ekki búið að halda kynningarfundi  í félögunum, þannig að við vitum ekkert ennþá nákvæmleg hvað þetta þýðir fyrir okkur, það er of snemmt að segja til um það núna,“ segir Eysteinn. 

Fyrirhugað er fundur 30.desember með formönnum, framkvæmdastjórum og gjaldkerum íþróttafélaga þar sem fulltrúar vinnumálastofnunar fara yfir fyrirkomulag greiðslna vegna launakostnaðar íþróttafélaga.

Eysteinn segir að þau þurfi að vita hvað aðgerðirnar þýði í krónum og aurum fyrir Breiðablik áður en næstu skref verða tekin.

Innlendar Fréttir