-1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Börnum rænt og þau seld fyrir 55 þúsund krónur

Skyldulesning

Erlent

Börn að leik í Naíróbí.
Börn að leik í Naíróbí.
Unsplash/bennett tobias

Stjórnvöld í Kenía hafa fyrirskipað rannsókn á þjófnaði og sölu barna í kjölfar uppljóstrana BBC. Í umfjöllun BBC kom m.a. fram að börnum væri stolið eftir pöntun á opinberum spítala í Naíróbí.

Rannsókn þáttagerðamanna BBC Africa Eye leiddi í ljós hvernig starfsmaður sjúkrahússins notaði lögmæta pappíra til að fá forræði yfir tveggja vikna dreng og selja hann í kjölfarið blaðamanni sem hafði villt á sér heimildir. 

Simon Chelugui, atvinnu- og félagsmálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að seljendur og kaupendur bæru jafna ábyrgð. Þá lofaði hann að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn.

Samkvæmt umfjöllun BBC er börnum stolið frá heimilislausum konum og frá ólöglegum fæðingamiðstöðvum. Hægt er að fá barn fyrir 55 þúsund krónur.

Hið tveggja vikna gamla barn, sem Fred Laparan, félagsráðgjafi á Mama Lucy Kibaki-spítalanum í Naíróbí, stal var selt blaðamönnunum á 360 þúsund krónur.

Engar opinberar tölur eru til um barnsrán í Kenía en samtökin Missing Child Kenía segjast hafa komið að 600 málum á síðustu þremur árum.

BBC greindi frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir