7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Börsungar færast nær topp­liðunum

Skyldulesning

Börsungar fagna sigurmarkinu en Frenkie de Jong, Hollendingurinn knái, skoraði markið mikilvæga.
Börsungar fagna sigurmarkinu en Frenkie de Jong, Hollendingurinn knái, skoraði markið mikilvæga.
David Ramos/Getty

Barcelona vann 2-1 sigur á toppliðinu Real Sociedad er liðin mættust á Camp Nou í kvöld. Sigurinn afar mikilvægur fyrir Börsunga sem klifra upp töfluna.

Willian Jose skoraði fyrsta mark leiksins og kom Sociedad yfir á 27. mínútu en einungis fjórum mínútum síðar jafnaði Jordi Alba metin.

Fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleik því miðjumaðurinn Frenkie de Jong skoraði kom Börsungum yfir. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur 2-1.

Börsungar eru í fimmta sæti deildarinnar með tuttugu stig en Sociedad er í öðru sætinu með 26 stig. Þeir hafa þó leikið tveimur leikjum meira en Börsungar.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir