botnar-ekki-i-akvordun-vals-–-„thad-er-ekki-eins-og-kristinn-se-ad-komast-a-sidasta-soludag“

Botnar ekki í ákvörðun Vals – „Það er ekki eins og Kristinn sé að komast á síðasta söludag“

Albert Brynjar Ingason sérfræðingur Fréttablaðsins í Bestu deildinni segir að Kristinn Freyr Sigurðsson sé með lyklavöldin að góðu gengi FH í sumar.

Fréttablaðið spáir því að FH endi í þriðja sæti Bestu deildarinnar í sumar en Kristinn Freyr kom frítt frá Val í vetur.

„Það er í raun alveg ótrúlegt að Valur hafi ekki einu sinni boðið Kristni Frey nýjan samning. Það er ekki eins og hann sé að komast á síðasta söludag, Kiddi er á besta aldri,“ segir Albert við Fréttablaðið.

„Hann gefur mikið af sér, hann er leiðtogi þarna í FH. Kannski var það samt farsæl lausn fyrir hann að skipta um umhverfi og fá nýja áskorun. Ég held að koma hans muni líka gera mikið fyrir Matthías Vilhjálmsson í fremstu línu. Matti var á síðasta ári að koma djúpt á völlinn til að komast í boltann en Kristinn á að sjá um það að mata Matta í sumar.“

„Ég held að Matti muni skora meira en í fyrra þar sem hann skoraði sjö deildarmörk.“


Posted

in

,

by

Tags: