6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Bráðfyndið atvik á bæjarfundi – „Alltaf sami hasarinn í bæjarstjórnarpólitíkinni í Reykjanesbæ“

Skyldulesning

Myndband frá bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar hefur slegið rækilega í gegn á Twitter. Grétar Þór deilir myndbandinu á Twitter og skrifar með: „Altaf sami hasarinn í bæjarstjórnarpólitíkinni í Reykjanesbæ.“

Í byrjun myndbandsins er þögn, en þá hefur Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar, nýlokið máli sínu.

„Takk fyrir þetta Margrét, orðið er laust,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar.

Þá heyrist Margrét öskra:  „Krakkar, ég þarf hleðslutækið mitt núna.“

Margrét hafði þá slökkt á myndavélinni en gleymt að slökkva á hljóðnemanum.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Alltaf sami hasarinn í bæjarstjórnarpólitíkinni í Reykjanesbæ. pic.twitter.com/URvUzDSkEP

— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 1, 2020

Slíkum tilvikum þar sem heimili og vinna renna saman hefur án efa fjölgað síðustu mánuði.

Þetta atvik minnir óneitanlega á frægt atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu Breska ríkissjónvarpsins, BBC,  árið 2017 þegar verið var að ræða við prófessorinn Robert Kelly um ástandið í Suður-Kóreu. Börnin hans æddu inn og trufluðu viðtalið á stórkostlegan hátt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir