1 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Bráðfyndið myndband – Öskrin heyrðust heim í stofu

Skyldulesning

Rob Holding, varnarmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið mikla athygli eftir að það sem hann sagði í leik Arsenal gegn Wolves náðist á myndband. Holding var í baráttu við Adama Traoré, leikmann Wolves, en Traoré féll í átökunum og uppskar aukaspyrnu.

Holding var allt annað en sáttur með að Traoré hafi fengið aukaspyrnu við þetta og öskraði á dómarann. Venjulega hefðu öskrin í Holding ekki heyrst vel í sjónvarpinu en þar sem engir áhorfendur eru á vellinum heyrðust orð hans vel heima í stofu.

„Hann er byggður eins og fjandans hús úr múrsteinum, hvernig fer hann niður við þetta?“ öskraði Holding í átt að dómaranum. Vísaði Holding þar í líkamsbyggingu Traoré en hann er afar vöðvastæltur. Hér fyrir neðan má sjá myndband en í því heyrist þegar Holding öskrar á dómarann.

Rob Holding lip LOOOOL#ARSWOL pic.twitter.com/G9AQsw8Mxf

— Goonerjon (@G00NERJ0N) November 29, 2020

Traoré stóð sig vel í leiknum gegn Arsenal í gær og var Holding greinilega orðinn pirraður þar sem liðið hans var að tapa. Holding og liðsfélagar hans í Arsenal reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í leiknum en það tókst ekki og endaði leikurinn með 2-1 sigri Wolves.

Innlendar Fréttir