2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Bræður látnir lausir úr fangelsi – Sátu saklausir inni í 25 ár

Skyldulesning

Nýlega var bræðrunum George og Melvin DeJesus sleppt úr fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum. Þeir voru dæmdir í ævilangt fangelsi glæp sem þeir frömdu ekki. Þeir höfðu setið í fangelsi í tæp 25 ár.

„Að ganga út, bara tilfinningin um uppreist æru, það var frábært. Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði George við fréttamenn skömmu eftir að hann gekk út úr fangelsinu sem frjáls maður. Hann hafði þá ekki hitt bróðir sinn í um 24 ár en þeir voru vistaðir í sitt hvoru fangelsinu. Eins og gefur að skilja voru endurfundir þeirra tilfinningaþrungnir.

CNN segir að þrátt fyrir að hafa haft fjarvistarsönnun hafi bræðurnir verið dæmdir fyrir morðið á Margaret Midkiff. Hún var myrt 1995 en þeir voru dæmdir 1997. Bræðurnir voru dæmdir í ævilangt fangelsi án möguleika á náðun.

Dómarnir voru felldir úr gildi eftir að ný sönnunargögn fundust við rannsókn á málinu öllu en það var nýtt embætti á vegum ríkissaksóknara Michigan sem rannsakaði málið og málsmeðferðina.

Ekkert fannst á vettvangi sem tengdi bræðurna við morðið en hins vegar fannst DNA úr Brandon Gohagen á vettvangi. Hann sagði lögreglunni að bræðurnir hefðu ekki haft neitt með morðið að gera. Hann breytti framburði sínum síðar og sagði að Melvin hefði neytt sig til að beita Midkiff kynferðisofbeldi og að bræðurnir hafi síðan barið hana til bana. Hann gerði samning við saksóknara um vægari refsingu gegn því að vitna gegn bræðrunum. 2017 var Gohagen fundinn sekur um nauðgun og morð á annarri konu árið 1994. Rannsókn leiddi í ljós að 12 konur til viðbótar höfðu orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir