7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Bragðdauft í Lundúnaslagnum

Skyldulesning

Hugo Lloris, Serge Aurier og Christian Pulisic í baráttunni í …

Hugo Lloris, Serge Aurier og Christian Pulisic í baráttunni í leiknum í dag.

AFP

Nágrannaliðin Chelsea og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Lítið var um opin færi og var það helst þegar leikmenn liðanna reyndu skot af löngu færi að þeir kæmust næst því að skora.

Besta færa leiksins kom á annarri mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma, þegar Joe Rodon í vörn Tottenham ætlaði að skalla boltann til baka á Hugo Lloris í markinu. Það fór ekki betur en svo að skallinn var laflaus og beint í hlaupaleiðina hjá Olivier Giroud. Giroud fór hins vegar sömuleiðis illa að ráði sínu og tók allt of laust skot sem endaði í fanginu á Lloris.

Bæði lið spiluðu afar sterkan varnarleik og varð hann ofan á í leiknum. Chelsea og Tottenham hafa enda fengið á sig fæst mörk í deildinni á tímabilinu, Tottenham aðeins 9 í 10 leikjum og Chelsea 10 í jafnmörgum leikjum.

Eftir jafnteflið er Tottenham komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, jafnmörg og Liverpool í 2. sæti en með betri markatölu. Chelsea er í þriðja sæti með 19 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir