1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Brasilía vann Úrúgvæ og Cavani fékk rautt

Skyldulesning

Fótbolti

Richarlison fagnar marki sínu en með honum eru Roberto Firmino og Gabriel Jesus.
Richarlison fagnar marki sínu en með honum eru Roberto Firmino og Gabriel Jesus.
AP/Raul Martinez

Brasilía og Argentína unnu sína leiki í undankeppni HM í fótbolta í nótt og eru þar með í tveimur efstu sætunum í Suðurameríkuriðlinum eftir fjórar umferðir.

Brasilía vann 2-0 sigur á Úrúgvæ og Brasilíumenn eru þvi með tólf stig og fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina í undankeppninni.

Arthur og Everton-maðurinn Richarlison skoruðu mörk brasilíska liðsins og komu þau bæði í fyrri hálfleiknum.

Edinson Cavani, framherji Úrúgvæ og Manchester United, var rekinn af velli á 71. mínútu. Dómarinn gaf honum fyrst gula spjaldið fyrir brot á Richarlison en Varsjáin breytti þeim dómi í rautt spjald.

Brasilía hefur haft gott tak á Úrúgvæ en Úrúgvæmenn hafa ekki fagnað sigri í leikjum þjóðanna síðan árið 2001.

Mark Arthur kom eftir sendingu frá Gabriel Jesus og með skoti fyrir utan teig á 34. mínútu sem hafði viðkomu í varnarmanni.

Mark Richarlison á 45. mínútu var skallamark eftir fyrirgjöf frá Renan Lodi.

Argentínumenn eru líka taplausir og tveimur stigum á eftir Brasilíu þökk sé 2-0 sigri á Perú. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik eins og hjá Brasilíumönnum.

Nicolas Gonzalez kom Argentínu í 1-0 á 17. mínútu eftir sendingu frá Giovani Lo Celso og Lautaro Martinez bætti við öðru marki á 28. mínútu eftir stoðsendingu Leandro Paredes. Lionel Messi spilaði allan leikinn en átti ekki þátt í marki.

Ekvador hefur komið mörkum á óvart en liðið er í þriðja sæti eftir 6-1 sigur á Kólumbíu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir