7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Brassinn fer til Barcelona eftir allt

Skyldulesning

Raphinha er á leið til Barcelona.

Raphinha er á leið til Barcelona. AFP/Oli Scarff

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Raphinha er á leiðinni til Barcelona frá Leeds. Verðmiðinn er sagður vera 58 milljónir evra sem gæti þó hækkað í 68 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum. 

Frá þessu greina flestar áreiðanlegar heimildir á Spáni ásamt Fabrizio Romano:

Barcelona er draumafélag Raphinha. Hann var mikið orðaður við Chelsea og Arsenal þegar menn héldu að Barcelona ætti ekki efni á kappanum. Chelsea náði samkomulagi við Leeds um verðmiða á Raphinha, en samkvæmt heimildum vildi Raphinha frekar vera áfram hjá Leeds næstu sex mánuðina heldur en að fara eitthvert annað en til Barcelona. Nú hefur Barcelona lagað fjármál sín örlítið og á efni á brasilíska landsliðsmanninum. 

Raphinha gekk í raðir Leeds árið 2020 og hefur verið lykilmaður síðan og ein aðalástæðan af hverju Leeds hélt sér í ensku úrvalsdeildinni í vor. 

Raphinha er fjórði leikmaðurinn sem Barcelona fær í sínar raðir. Hinir eru ungi Spánverjinn Pablo Torre, Franck Kessié frá AC Milan og Andreas Christiensen frá Chelsea. 

Nú stefnir einnig í að Barcelona og Bayern München fari að nálgast samkomulag á félagaskiptum Pólverjans Robert Lewandowski frá Bayern til Barcelona. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir