7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Break-dans meðal keppnisgreina á Ólympíuleikunum 2024

Skyldulesning

Break-dans verður á meðal keppnisgreina á Ólympíuleikunum 2024 sem fara fram í París. Alþjóðaólympíunefndin staðfesti þetta á mánudaginn.  Á leikunum, sem fara fram í Tókýó á næsta ári, verður í fyrsta sinn keppt á hjólabrettum og á brimbrettum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að markmiðið með því að taka þessar íþróttagreinar inn sé að reyna að höfða til yngri áhorfenda.

Stungið var upp á því fyrir tveimur árum að taka Break-dans inn sem keppnisgrein eftir að tilraun með það á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu heppnaðist vel.

Break-danskeppnin mun fara fram í miðborg Parísar auk nokkurra annar greina, þar á meðal körfubolta þar sem aðeins 3 eru í hvoru liði.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir