4 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Bréf Icelandair taka snögga dýfu

Skyldulesning

Þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli.

Hlutabréf flugfélagsins Icelandair Group hafa tekið snögga dýfu á markaði í dag. Gengi bréfanna hóf daginn í 1,6 krónum á hlut en stendur nú í 1,45 og nemur lækkunin 9,38%. Lægst hefur gengið farið í dag í 1,41 krónu.

Fyrr í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að góðu hjarðónæmi yrði ekki náð hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Bólusetningar muni þó hefjast í kringum áramót.

Í hlutafjárútboðinu sem fram fór í september voru hlutir í Icelandair seldir á eina krónu hver, en auk þeirra fylgdu þá áskriftarréttindi.

Gengi bréfanna hefur því hækkað töluvert undanfarna mánuði, þrátt fyrir dýfu dagsins.

Innlendar Fréttir