Breiðablik gerði góða ferð norður og sótti þrjú stig – DV

0
66

Breiðablik vann góðan 0-3 sigur þegar liðið heimsótti Tindastól á útivelli í Bestu deild kvenna í kvöld. Eftir tap gegn Val í fyrstu umferð tókst Blikum að svara fyrir sig.

Taylor Marie Ziemer skoraði bæði mörk liðsins í leiknum og komu þau bæði í fyrri hálfleik leiksins.

Fyrra mark Ziemer kom á áttundu mínútu leiksins og það síðara þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum.

Andrea Rut Bjarnadóttir bætti þriðja markinu við í síðari hálfleik og 0-3 sigur gestanna staðreynd. Blikar með þrjú stig eftir tvo leiki en Tindastóll með eitt stig.