5 C
Grindavik
8. maí, 2021

„Brennið húsin ykkar“ segir Veðurstofan

Skyldulesning

Hjá Veðurstofu Íslands er fylgst grannt með eldgosinu í Geldingadölum og í gærkvöldi birti hún tilkynningu um að gasspá sýndi mökkinn frá gosinu fara yfir Voga á Vatnsleysuströnd og þar mælist mengun. Til að forðast að mengun berist inn í hús kom þar einnig fram: „Íbúar eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín.“

Það eru þó ekki bara þeir sem eru læsir á íslensku sem fylgjast með tilkynningum frá Veðurstofunni. Í Facebookhópnum Away from Home – Living in Iceland sköpuðust skemmtilegar umræður í gærkvöldi eftir að Thejus BV, doktorsnemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands, hafði þegið aðstoð Facebook  við að snara tilkynningu Veðurstofunnar yfir á ensku.

Þá vildi þó ekki betur til en svo að hvatning til fólks um að kynda húsin varð svohljóðandi: „Residents are encouraged to close windows and burn their houses“ sem á íslensku myndi útleggjast sem hvatning til  þess að brenna heimili sín.

Sem betur fer virtist öllum ljóst að þarna væri meinleg þýðingarvilla á ferðinni. Hið minnsta hafa ekki borist fregnir af neinum húsum sem fólk hefur kveikt í til að halda gasmenguninni í burtu.

Skjáskot sem Thejus BV tók og deildi með hópnum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir