2 C
Grindavik
14. maí, 2021

Breskir innbrotsþjófar eiga að ganga með staðsetningarbúnað

Skyldulesning

Innbrotsþjófar, þjófar og ræningar, sem verða látnir lausir úr breskum fangelsum, munu í framtíðinni þurfa að bera staðsetningarbúnað á sér öllum stundum til að hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra. Þetta er liður í áætlun sem miðar að því að draga úr afbrotum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rúmlega helmingur þeirra sem eru sakfelldir fyrir innbrot og þjófnað brjóti aftur af sér innan árs og að í rúmlega 80% innbrota og þjófnaða takist ekki að hafa uppi á afbrotamönnunum.

Ríkisstjórnin segir að staðsetningarbúnaðurinn verði mikilvægt tæki fyrir lögregluna til að hafa uppi á síbrotamönnum.

„Þetta fólk, sem fær reynslulausn í allt að 12 mánuði, verður undir sólarhringseftirliti. Við munum vita nákvæmlega hvar það er öllum stundum,“ sagði Kit Malthouse, dómsmálaráðherra og bætti við að með þessu verði hægt að draga úr löngun viðkomandi til að brjóta aftur af sér og ef þeir brjóti aftur af sér geti lögreglan haft upp á þeim á skömmum tíma.

Samkvæmt nýju reglunum þá verða innbrotsþjófar, þjófar og ræningjar sem hafa afplánað dóm upp á eitt ár eða meira að bera staðsetningarbúnað þegar þeir verða látnir lausir. Þennan búnað þurfa þeir að bera öllum stundum í allt að 12 mánuði.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir