Breskur fjárfestir vill byrja að leggja sæstreng til Íslands á næsta ári – Innherji

0
191

Framkvæmdir í tengslum við lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands gætu hafist á næsta ári ef marka má áform forsvarsmanna Atlantic Superconnection, sem hafa um árabil unnið að framgangi málsins. Uppbyggingin felur meðal annars í sér að reist verði rannsóknarmiðstöð og sérstök kapalverksmiðja sem mun nýta ál úr álverinu í Straumsvík.

Um miðja þessa viku var tilkynnt að sérhæfða yfirtökufélagið DCAC hefði sameinast Global Interconnection Group, sem heldur utan verkefnið Atlantic Superconnection, sem miðar að því að leggja sæstreng frá Bretlandi til Englands.

Að baki báðum félögu stendur breski fjárfestirinn Edi Truell sem hefur unnið að framgangi verkefnisins um margra ára skeið. Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.  

Straumsvíkurverksmiðjan mun hafa í för með sér töluverðan efnahagslegan ávinning fyrir álframleiðslu á Íslandi en í dag er megnið flutt út í formi álstanga Í bréfi sem var sent til hluthafa sérhæfða yfirtökufélagsins kemur fram að sameinað fyrirtæki geri ráð fyrir að hefja lagningu sæstrengsins á árinu 2024 og að verkinu ljúki á árinu 2029.

Samkvæmt áformum fyrirtækisins, sem ber heitið Global Interconnection Group (GIG) eftir yfirtökuna, verður reist rannsóknarmiðstöð í nágrenni Keflavíkur. Áætlað er að miðstöðin skapi 40 störf sem verða að mestu leyti sérhæfð verkfræðistörf.

Þá verður einnig reist verksmiðja í Straumsvík þar sem 100 manns munu starfa. Í verksmiðjunni fer fram framleiðsla á álstrengjum sem verða nýttir í lagningu sæstrengsins.

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi í leyfi, er nefndur á lista yfir lykilstjórnendur sameinaðs félags. Starfstitillinn er pólitískur ráðgjafi.  „Straumsvíkurverksmiðjan mun hafa í för með sér töluverðan efnahagslegan ávinning fyrir álframleiðslu á Íslandi en í dag er megnið flutt út í formi álstanga,“ segir í bréfinu. 

Forsvarsmenn GIG telja að uppbyggingin geti með beinum og óbeinum hætti skilað Íslandi efnahagslegum ávinningi upp á 3,5 milljarða punda, jafnvirði nærri 600 milljarða króna, á fyrstu 35 árum starfseminnar. Þá er gert ráð fyrir að uppbyggingin skapi alls um 700 störf hér á landi.

Í bréfinu er tekið fram að Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins KOM, hafi verið ráðinn sem pólitískur ráðgjafi til GIG og er hann nefndur sem einn af lykilstjórnendum fyrirtækisins.

Árið 2019 var greint frá því að sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi. Forstjóri fyrirtækisins er Michael Ridley, fyrrverandi bankamaður hjá JP Morgan, sem hefur veitt íslenskum stjórnvöldum margvíslega efnahagsráðgjöf frá fjármálaáfallinu árið 2008.

Ridley fór fyrir þriggja manna teymi JP Morgan sem kom hingað til lands sunnudaginn 5. október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að „ákveðin kaflaskil“ hafi orðið varðandi afstöðu ráðherra „til stöðu íslenska bankakerfisins“ á fundi sem þeir áttu með ráðgjöfum bankans aðfaranótt mánudagsins 6. október. Á þeim fundi útskýrðu sérfræðingar JP Morgan að ekki yrði hægt að bjarga bönkunum og því lögðu þeir til að Alþingi myndi samþykkja sem fyrst sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í því skyni að vernda innlenda starfsemi viðskiptabankanna.

Langing sæstrengsins, sem hefur gengið undir heitinu IceLink, fór á sérstakan verkefnalista sem kallast „Project of Common Interest“ að beiðni Landsnets og Landsvirkjunar árið 2015, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, funduðu í Reykjavík í október það ár. Þeir stofnuðu sérstaka orkunefnd sem kannaði hvort verkefnið væri fýsilegt.

Samkvæmt yfirlýsingu nefndarinnar töldu meðlimir hennar svo vera. Frekari viðræður á milli yfirvalda Íslands og Bretlands væru þó nauðsynlegar.