1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Bretar skipa nýjan sendi­herra á Ís­landi

Skyldulesning

Bryony Mathew hefur verið skipuð nýr sendiherra Bretlands á Íslandi. Hún mun taka við stöðunni af Michael Nevin sem mun hverfa til annarra starfa innan bresku utanríkisþjónustunnar.

Þetta kemur fram á vef breska utanríkisráðuneytisins. Þar segir að Mathew muni hefja störf sem sendiherra á Íslandi í ágúst á næsta ári.

Dr Bryony Mathew hefur að undanförnu starfað innan sérstakrar Covid-19 verkefnastjórnar breska utanríkisþjónustunnar, en hún gekk til liðs við utanríkisþjónustna árið 2005 og hefur á þeim tíma meðal annars starfað í sendiráði Bretlands í Peking í Kína, Phnom Penh í Kambódíu, auk þess að hafa gegnt ýmsum stöðum innan utanríkisráðuneytisins í London.

Bryony Mathew er gift Paul Mathew og eiga þau tvö börn.

Nevin hefur starfað sem sendiherra Bretlands á Íslandi frá árinu 2016.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir