4 C
Grindavik
3. mars, 2021

Bretland: Er stífni ESB aðvörun til annarra aðildarríkja?

Skyldulesning

Þriðjudagur, 8. desember 2020

Stífni Evrópusambandsins í viðræðum við Breta um útgöngu þeirra hefur vakið athygli síðustu árin eftir að hún var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir svokallaðir greinendur eru þeirrar skoðunar, að þessi stífni snúist ekki bara um að gera útgönguna eins erfiða fyrir Breta og hugsanlegt sé heldur sé henni ekki síður beint að öðrum aðildarríkjum.

Þessari stífni sé ætlað að vara önnur aðildarríki við, sem hugsanlega kynnu að fylgja í fótspor Breta. 

Evrópusambandið er í grunninn ólýðræðislegt fyrirbæri, þótt hið upphaflega markmið þess hafi verið bæði skiljanlegt og göfugt, þ.e. að tengja Evrópuríki slíkum hagsmunaböndum, að um frekari stríðsátök yrði ekki að ræða þeirra í milli.

Vinnubrögðin sem ESB beitir gagnvart Bretum eru hins vegar líkari starfsaðferðum einræðisríkja en starfsháttum lýðræðisríkja.

Og meðal annarra orða:

Hvenær verður aðildarumsókn Íslands dregin formlega til baka?

Nú sitja saman í ríkisstjórn þrír flokkar, sem allir hafa haft það á stefnuskrá sinni að Ísland eigi að standa utan við ESB

Hvernig stendur á því, að þeir hafa ekki lokið þessu verki?

Eru þeir hræddir?

Innlendar Fréttir