7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Breyta fjármögnun Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri

Skyldulesning

Um áramótin 2022 munu Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri taka í notkun DRG fjármögnunarkerfi en kerfið verður notað í svokallaðri skuggakeyrslu á næsta ári. Markmiðið með innleiðingu kerfisins er að auka gegnsæi í fjármögnun og auka framleiðni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verði engin breyting á fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins. Þær verða áfram á fjárlögum en hver stofnun gerir samninga við Sjúkratryggingar Íslands.

Sáralítið er vitað í dag um hvaða þjónustu spítalar veita fyrir utan fjölda sjúklinga og legutíma. Í DRG kerfinu er skýr tenging á milli fjárveitinga og starfsemi. Kerfi sem þessi eru notuð víða erlendis en þau eru í raun flokkunarkerfi. Þjónustunni er skipt niður og hvert viðvik hefur sinn verðmiða. Samkvæmt DRG-gjaldskrá Landspítalans á þessu ári kostar botnlangaskurður með stuttri meðferð rúmlega 370.000 krónur.

Spítalinn hefur verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands frá 2017 um skuggakeyrslu kerfisins.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Fréttablaðsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir